
Eva og Adam
Eva og Adam hafa verið saman í föstu í tæp þrjú ár. Þau eru næstum því altaf saman. En Eva er farin að efast um að Adam sé rétti strákurinn fyrir hana. Henni finnst hún vera að missa af svo mörgu skemmtilegu. Hvernig veit maður hvort maður er ennþá ástfanginn, þegar mann er hætt að kitla í maganum og mann svimar ekki lengur þegar maður kyssist? Eva ákveður að binda enda á sambandið. Adam verður mjög niðurdreginn en tekst þó að jafna sig. Það gleður Evu hvað Adam tekur þessu vel og allt er í lukkunnar velstandi ... eða hvað? Eva neyðist til að hugsa málið upp á nýtt og endurskoða tilfinningar sínar þegar Adam byrjar á föstu með vinkonu hennar skömmu síðar.
- Ár: 2001
- Land: Sweden
- Genre: Family, Romance
- Stúdíó: SF Studios, SVT
- Lykilorð: woman director
- Leikstjóri: Catti Edfeldt
- Leikarar: Ellen Fjæstad, Carl-Robert Holmer-Kårell, Ulrika Bergman, Pablo Martinez, Rosanna Munter, Erik Johansson